Viðskipti innlent

Enn er hægt að hagnast á viðskiptum í kauphöllinni

Þrátt fyrir að hlutabréfamarkaðurinn hér sé meir og minna hruninn er enn hægt að hagnast á viðskiptum í kauphöllinni. Tölurnar eru að vísu snöggtum minni en á velmektarárunum hér áður fyrr en menn geta enn grætt milljón hér og milljón þar.

Marel flaggaði viðskiptum innherja í gærdag. Þar var um að ræða kaup Friðriks Jóhannssonar stjórnarmanns í Marel sem keypti 1,5 milljón hluti á genginu 70,5 kr. í gegnum félag sitt, Áningu ehf.

Í morgun hækkaði gengi Marels um 0,85% og fór í 71,1 kr. þegar þetta er skrifað. Því nemur gengishagnaður Friðriks af kaupunum um 900.000 kr.

Þessi upphæð hefði vart talist til vasapeninga, og hvaðp þá meir, í fyrra og hitteðfyrra á markaðinum. En dæmið sýnir að hlutabréfmarkaðurinn er ekki alveg dauður úr öllum æðum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×