Viðskipti innlent

GGE mátti kaupa Jarðboranir

Ásgeir Margeirsson, forstjóri Geysis Green Energy.
Ásgeir Margeirsson, forstjóri Geysis Green Energy.

Samkeppniseftirlitið hefur veitt heimild sína fyrir kaupum Geysis Green Energy á öllu hlutafé í Jarðborunum. Kaupin áttu sér stað í ágúst í fyrra.

Fram kemur á vef Samkeppniseftirlitsins að undir meðferð málsins hafi uppbygging Geysis Green breyst verulega vegna samruna við Reykjavík Energy Invest en síðar var fallið frá honum eins og þekkt er orðið.

Eftir að Samkeppniseftirlitinu höfðu borist fullnægjandi upplýsingar í málinu leiddi rannsókn stofnunarinnar ekki í ljós nein samkeppnisleg vandkvæði þannig að ekki var tilefni fyrir Samkeppniseftirlitið til að grípa til aðgerða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×