Viðskipti erlent

Hækkun stýrivaxta líklegt útspil Seðlabanka Evrópu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Almennt er talið að Seðlabanki Evrópu hækki stýrivexti sína um 0,25 prósentustig í dag, úr fjórum prósentum í 4,25.

Ákvörðun bankans verður kynnt rétt fyrir hádegi. Ummæli seðlabankastjórans Jean-Claude Trichet í viðtali við þýska dagblaðið Die Welt styðja þessar spár en þar sagði hann að ákveðinna aðgerða væri þörf til að hemja verðbólguna.

Tólf mánaða verðbólga í Evrópu er nú fjögur prósent en verðbólgumarkmiðið er tvö prósent. Margir hafa gagnrýnt yfirvofandi stýrivaxtahækkun og sagt að hærri stýrivextir hafi ekki áhrif á verðbólguvaldinn, hækkandi eldsneytis- og matvælaverð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×