Erlent

Keppast um að selja Dönum þotur

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Þessi er á vegum ísraelska flughersins.
Þessi er á vegum ísraelska flughersins.

Þrír framleiðendur orrustuflugvéla heyja nú harða samkeppni um hver þeirra muni hreppa það hnoss að selja danska flughernum 48 nýjar flugvélar til loftvarna.

Lockheed Martin hefur lækkað tilboð sitt niður í sem nemur 358 milljörðum eftir að hið sænska Saab, framleiðandi JAS Gripen-þotunnar, lækkaði sig. Boeing er þriðji aðilinn og á hæsta tilboðið enn sem komið er. Lockheed freistar Dana mest enda á flaggskip þeirra, ránfuglinn F-35, nánast engan sinn líka.

Framleiðandinn býður líka gull og græna skóga og hefur gert níu ríkjum, þar með talið Danmörku, tilboð um að kaupa í sameiningu 370 þotur á verulega góðum kjörum með 60 mánaða greiðsludreifingu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×