Viðskipti innlent

Börsen ræður íslenskan blaðamann

Andri Ólafsson skrifar
Þórður Gunnarsson
Þórður Gunnarsson

Danska viðskiptablaðið Börsen hefur ráðið íslenskan blaðamann til starfa. Sá heitir Þórður Gunnarson og er blaðamaður hjá Viðskiptablaðinu.

Þórður er ráðinn tímabundið til þess að safna saman gögnum er varða íslensk fyrirtæki með starfsemi í Danmörku. Til að mynda málsskjöl og dóma úr Baugsmálinu svokallaða en síðasti hluti þess fer fyrir dóm síðar í þessum mánuði.

Þórður segir að hann sé ekki ráðinn til þess að grafa upp skít en ráðning hans sé frekar til marks um að Börsen vilja styrkja umfjöllun sína um íslenskt viðskiptalíf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×