Viðskipti innlent

FL Group selur hlut sinn í norsku innheimtufyrirtæki

MYND/Anton

FL Group hefur selt 13,3 prósenta hlut sinn í norska innheimtufyrirtækinu Aktiv Kapital. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Þar segir að félagið hafi selt hlutinn fyrir 6,3 milljarða króna og að salan sé í samræmi við stefnu FL Group að minnka vægi eignarhluta í skráðum félögum sem ekki falla undir kjarnafjárfestingar félagsins.

Bókfært tap á fyrsta ársfjórðungi vegna sölunnar nemur 400 milljónum króna eftir því sem FL Group segir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×