Viðskipti innlent

Kristján flytur úr Latabæ

Kristján Kristjánsson.
Kristján Kristjánsson.

Kristján Kristjánsson, sem gegnt hefur starfi upplýsingafulltrúa Latabæjar er að láta af störfum. Hann hefur sinnt starfinu um nokkurt skeið en að hans sögn var um tímabundna ráðningu að ræða.

Kristján, sem áður var í Kastljósi RÚV og upplýsingafulltrúi FL Group, segist ekki vita hvað hann ætli að taka sér fyrir hendur. „Þetta var tímabundið verkefni sem ég hef lokið við og það gekk þokkalega held ég," segir Kristján aðspurður um ástæður þess að hann er að hætta.

Að sögn Kristjáns stóð aldrei annað til en að hann myndi sinna ákveðnum verkum í ákveðinn tíma og að ekki hafi komið til áframhaldandi samstarfs. „Það er ekkert sérstakt sem liggur fyrir, ætli ég njóti ekki bara vorsins fyrst um sinn."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×