Viðskipti innlent

Níu félög græn í Kauphöllinni

Níu félög hækkuðu í Kauphöll Íslands í dag. Þeirra mest hækkaði Century Aluminum Company eða um 4,77%.

Bakkavör hækkaði um 1,12% og Teymi hf um 1,00%.

10 félög lækkuðu hinsvegar og lækkaði Eik Banki mest eða um 2,08%. Marel lækkaði um 1,45% og Straumur Burðarás um 1,33%.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,69% og stendur nú í rúmum 4.849 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×