Hagnaður Landsbankans fyrir skatta á fyrsta ársfjórðungi 2008 nam 19,7 milljörðum króna. Hagnaður eftir skatta var 17,4 milljarðar króna, eftir því sem fram kemur í ársfjórðungsuppgjöri sem var kynnt í dag.
Grunntekjur samstæðunnar (vaxtamunur og þjónustutekjur) námu 26,2 milljörðum króna og hafa aukist um 27% miðað við fyrsta ársfjórðung 2007. Grunntekjur af erlendri starfsemi námu 15,1 milljarði króna á fyrsta ársfjórðungi 2008 eða 58% af grunntekjum samstæðunnar.
Gengismunur og fjárfestingatekjur námu 14,7 milljörðum króna samanborið við 8,8 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi 2007.
Heildareignir bankans námu 3836 milljörðum króna (EUR 32,1bn) króna í lok mars 2008 í samanburði við 3058 milljarða króna (EUR 33,4bn) í upphafi ársins. Heildareignir í EUR hafa lækkað samkvæmt þessu um 4% á ársfjórðungnum.
Lausafjárstaða bankans var um 8,2 milljarðar evra í lok mars 2008.

