Viðskipti innlent

Fasteignaverð lækkar milli mánaða

Fasteignaverð lækkar lítillega á milli mánaða
Fasteignaverð lækkar lítillega á milli mánaða

Fasteignaverð á landinu öllu stóð nærri í stað á milli mánaða í apríl, en það lækkaði um 0,04% samkvæmt tölum frá Hagstofunni. Fasteignaverð á landsbyggðinni lækkaði um 0,18%. Verð á fjölbýli lækkaði um 0,04% og verð á einbýli lækkaði um 0,03%. Tólf mánaða hækkun fasteignaverðs fyrir landið allt nemur nú 11,3%.

Þetta kemur fram í Vegvísi Landsbankans. Þar segir ennfremur:

„Síðustu mánuði hefur hægst mjög á veltu á fasteignamarkaði en eins og fram kom í Vegvísi þann 28. apríl eru kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu fyrstu þrjá mánuði ársins tæplega helmingi færri en á sama tíma í fyrra. Sömu sögu er að segja af veltunni en hún er aðeins 38 ma.kr. í samanburði við 62 ma.kr. á sama tímabili í fyrra. Áhugavert er að skoða í því samhengi þriggja mánaða breytingar á fasteignaverði. Fasteignaverð á landinu hefur hækkað um 0,6% síðustu þrjá mánuði. Þriggja mánaða hækkun á fjölbýli nemur 1,4%. Hins vegar er hækkun á fasteignaverði á landsbyggðinni 12,9%. Á ársgrundvelli jafngildir þriggja mánaða lækkun einbýlis nú 5,4%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×