Viðskipti innlent

Coldwater lokar verksmiðju í Bretlandi

Finnbogi Baldvinsson er forstjóri Icelandic Group.
Finnbogi Baldvinsson er forstjóri Icelandic Group.

Coldwater Seafood, dótturfélag Icelandic Group, hefur náð samkomulagi við starfsmenn Redditch- verksmiðjunnar í Bretlandi og verkalýðsfélög á svæðinu um að loka verksmiðjunni eftir undangengið þriggja mánaða samningaferli sem hófst í byrjun mars.

Náðst hefur samkomulag við starfsmenn um uppsaganarákvæði og staðfest hefur verið að verksmiðjunni verði lokað þann 6. júní 2008. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandic Group til Kauphallarinnar. Framleiðsla tilbúinna rétta verður flutt frá Redditch yfir í verksmiðjur Coldwater í Grimsby.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×