Viðskipti innlent

Atlantsskip semja við Eimskip um flutninga

Óli Tynes skrifar

Atlantsskip hafa gert þriggja ára samning við Eimskip um flutninga á vörum. Jafnframt hætta Atlantsskip rekstri tveggja skipa sem félagið hefur haft á leigu.

Davíð Blöndal, framkvæmdastjóri Atlantsskipa sagði í samtali við Vísi að engar aðrar breytingar verði á starfseminni.

Atlantsskip muni halda áfram sínu markaðsstarfi og vera í sambandi við sína viðskiptavini nákvæmlega eins og áður. Þeir vilji líta svo á að í stað þess að leigja tvö heil skip leigi þeir nú hluta í sex skipum, og að það sé hagkvæmara.

Davíð sagði að þetta væri alþekkt í skiptaútgerð og siglingum. Þetta sé til dæmis sá hátturinn sem Samskip hafi við ameríkufragt sína. Þar sé leigt pláss í skipum Eimskipa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×