Viðskipti innlent

Íslenska krónan sætir árásum spákaupmanna

Íslenska krónan sætir árásum spákaupmanna. Þetta sagði Richard Portes, prófessor við London Business School í viðtali við bandarísku CNBS sjónvarpsstöðina í gær.

Hann sagði einnig að Ísland væri vel rekið land og að íslensku bankarnir væru betur stæðir en bankar í mörgum öðrum löndum. Portes sagði marga miðlara reyna að ýta íslenskum hlutabréfum og krónunni niður til að græða á því. Tækist íslenskum stjórnvöldum að snúa þessu við myndu spákaupmennirnir brenna sig.

Portes þekkir vel til íslensk viðskiptalífs. Í nóvember í fyrra kynnti Portes skýrslu um alþjóðavæðingu íslenska fjármálakerfisins sem unnin var fyrir Viðskiptaráð sem viðskiptabankarnir eiga aðild að.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×