Innlent

Gagnrýna harðlega sjálvirkt ferli verðhækkana

Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ.
Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ. MYN/GVA

Miðstjórn ASÍ gagnrýnir harðlega það sjálfvirka ferli verðhækkana sem fyrirtæki í verslun og þjónustu hafa boðað og þegar er hafið. Í ályktun sem miðstjórnin hefur samþykkt kemur fram að hækkanirnar séu langt umfram efnisleg tilefni og með þessu sú fyrirtæki að boða aukna álagningu og þar með að auka hagnað sinn við erfiðar aðstæður í efnahagslífinu.

ASÍ minnir á að verkalýðshreyfingin hafi í nýgerðum kjarasamningum sýnt mikla ábyrgð með hófstilltum samningum þar sem áhersla var lögð á að auka kaupmátt þeirra tekjulægstu. Meginmarkmið samninganna hafi hins vegar verið einfalt en gríðarlega mikilvægt, að lækka verðbólgu og treysta þannig kaupmátt launafólks. Frá þessu markmiði megi ekki hvika.

ASÍ krefst þess að fyrirtækin í landinu axli með skýrum hætti ábyrgð á markmiðum kjarasamninga sem Samtök atvinnulífsins hafi undirritaði fyrir þeirra hönd fyrir rúmum mánuði og leggi sitt af mörkum til að treysta þær forsendur sem þeir byggja á.

Þá lýsir miðsstjórn ASÍ yfir vonbrigðum með aðgerðar- og úrræðaleysi stjórnvalda og telur mikilvægt að viðbragðshópur með fulltrúum launfólks, atvinnurekanda og stjórnvalda verði settur á fót til að ræða aðgerðir til úrlausnar aðsteðjandi vanda.

„Það verður ekki við það unað að byrðinni af efnahagsástandinu verði alfarið velt yfir á launafólk. Þá er ljóst að aukin verðbólga og þær miklu vaxtahækkanir sem orðið hafa upp koma sérstaklega illa við skuldsett heimili. Einkum ungs fólks sem er að koma sér þakið yfir höfuðið. Við þessum aðstæðum verður að bregðast áður en í óefni er komið," segir í ályktun miðstjórnarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×