Lífið

Cortes enn sagður í öðru sæti í vefkosningunni

„Plata Garðars Thórs Cortes sem kom út í Bretlandi í fyrra er sögð vera í öðru sæti í vefkosningunni um plötu ársins hjá Bresku tónlistarverðlaununum,“ segir í tilkynningu frá Einari Bárðarsyni, umboðsmanni Garðars. Það virðist því vanta herslumuninn á að hann nái toppsætinu sem tryggir honum þessi eftirsóttu verðlaun.

Platan sem fór beint í fyrsta sæti breska klassíska vinsældalistanns er tilnefnd ásamt níu öðrum plötum en það var enginn annar er Sir Paul McCartney sem vann verðlauninn í fyrra.

Þá segir að ný plata sé væntanleg frá Garðari í Bretlandi í sumar.

Þeir sem vilja leggja Garðari lið og kjósa hann í kosningunni geta tekið þátt hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.