Viðskipti innlent

Lánshæfiseinkunn ríkissjóðs lækkuð

Matsfyrirtækið Moody's lækkaði í dag lánshæfiseinkunn ríkissjóðs Íslands um eitt þrep í Aa1 úr Aaa og hefur einnig lækkað landsmat (e. country ceiling) á bankainnstæður í erlendri mynt í Aa1 úr Aaa.

Í frétt á vef Seðlabankans segir að allar aðrar lánshæfiseinkunnir, þar meðtaldar landsmatið fyrir skuldbindingar í erlendri mynt, landsmatið fyrir bankainnstæður í íslenskum krónum og landsmat fyrir verðbréf í íslenskum krónum, hafi verið staðfestar Aaa.

Þá segir að allar lánshæfiseinkunnirnar séu nú á stöðugum horfum en hafi áður verið á neikvæðum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×