Sádí Arabar lækka olíuverð 22. júní 2008 12:09 Sádí Arabar tilkynntu í morgun að þeir hefðu aukið olíuframleiðslu sína um nærri tíu milljón tunnur á dag til að lækka olíuverð. Neyðarfundur vegna síhækkandi olíuverðs hófst í Jedda í Sádí Arabíu í morgun. Verð á hráolíu á alþjóðamörkuðum hefur nær tvöfaldast á þessu ári og náði um tíma hundrað og fjörutíu bandaríkjadölum á tunnuna fyrr í þessum mánuði. Það þýðir dýrt bensín fyrir hinn almenna borgara sem hefur valdið mótmælum allt frá Brussel til Bangkok. Sádí Arabar lýstu því yfir fyrir skömmu að þeir hefðu áhyggur af þróuninni og því ákveðið að auka framleiðslu sína um níu komma sjö milljón tunnur á dag. Þeir hafa reynt að fá önnur olíuframleiðsluríki til að gera slíkt hið sama. Abdúlla konungur Sádíu Arabíu boðaði því til neyðarfundar vegna ástandsins í hafnarborginni Jedda um helgina. Þangað var boðið leiðtogum þrjátíu og fimm ríkja sem ýmist framleiða olíu eða nota hana í miklum mæli og einnig fulltrúum tuttugu og fimm stórra olíufélaga og fjárfestingabanka. Við upphaf fundarins í morgun greindi Abdúlla konungur frá því að Sádí Arabar hefðu þegar aukið við framleiðslu sína. Hann lagði til að OPEC, samtök olíusöluríkja, stofnuðu milljarða sjóð til að hjálpa fátækum ríkjum að mæta erfiðleikum vegna olíuverðshækkana. Sjálfir bjóða Sádí Arabar lán til fátækari ríkja sem samanlegat nema jafnvirði rúmlega fjörutíu milljarða íslenskra króna. Abdúlla konungur sagði Sádí Arabar væru reiðubúna að mæta nauðsynlegri olíuþörf, eins og hann orðaði það, eftir því sem þeir best gætu. Hann lagði til að Alþjóðabankinn boðaði til fundar um stöðu fátækari ríkja vegna olíhækkananna en þar væri hægt að ræða hvernig neyðaraðstoð yrði útfærð. Abdúlla lagði áherslu á að þó eftirspurn hefði vissulega aukist síðustu árin væri það ekki aðal ástæða þess að olíuverð hefði hækkað. Réttast væri að líta til spákaupmanna sem sitji á birgðum. Heimildarmenn Reuters-fréttastofunnar hafa séð drög að lokayfirlýsingu fundarins sem fulltrúar þeirra ríkja sem þar sitja hafa skrifað á undirbúningsfundum síðustu daga. Samkvæmt þeim er afar ólíklegt að endanlegar ákvarðanir um aðgerðir verið teknar í dag. Olíuráðherra Indlands segir að tilkynnt verði um framhaldsfund í Lundúnum í október. Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Sádí Arabar tilkynntu í morgun að þeir hefðu aukið olíuframleiðslu sína um nærri tíu milljón tunnur á dag til að lækka olíuverð. Neyðarfundur vegna síhækkandi olíuverðs hófst í Jedda í Sádí Arabíu í morgun. Verð á hráolíu á alþjóðamörkuðum hefur nær tvöfaldast á þessu ári og náði um tíma hundrað og fjörutíu bandaríkjadölum á tunnuna fyrr í þessum mánuði. Það þýðir dýrt bensín fyrir hinn almenna borgara sem hefur valdið mótmælum allt frá Brussel til Bangkok. Sádí Arabar lýstu því yfir fyrir skömmu að þeir hefðu áhyggur af þróuninni og því ákveðið að auka framleiðslu sína um níu komma sjö milljón tunnur á dag. Þeir hafa reynt að fá önnur olíuframleiðsluríki til að gera slíkt hið sama. Abdúlla konungur Sádíu Arabíu boðaði því til neyðarfundar vegna ástandsins í hafnarborginni Jedda um helgina. Þangað var boðið leiðtogum þrjátíu og fimm ríkja sem ýmist framleiða olíu eða nota hana í miklum mæli og einnig fulltrúum tuttugu og fimm stórra olíufélaga og fjárfestingabanka. Við upphaf fundarins í morgun greindi Abdúlla konungur frá því að Sádí Arabar hefðu þegar aukið við framleiðslu sína. Hann lagði til að OPEC, samtök olíusöluríkja, stofnuðu milljarða sjóð til að hjálpa fátækum ríkjum að mæta erfiðleikum vegna olíuverðshækkana. Sjálfir bjóða Sádí Arabar lán til fátækari ríkja sem samanlegat nema jafnvirði rúmlega fjörutíu milljarða íslenskra króna. Abdúlla konungur sagði Sádí Arabar væru reiðubúna að mæta nauðsynlegri olíuþörf, eins og hann orðaði það, eftir því sem þeir best gætu. Hann lagði til að Alþjóðabankinn boðaði til fundar um stöðu fátækari ríkja vegna olíhækkananna en þar væri hægt að ræða hvernig neyðaraðstoð yrði útfærð. Abdúlla lagði áherslu á að þó eftirspurn hefði vissulega aukist síðustu árin væri það ekki aðal ástæða þess að olíuverð hefði hækkað. Réttast væri að líta til spákaupmanna sem sitji á birgðum. Heimildarmenn Reuters-fréttastofunnar hafa séð drög að lokayfirlýsingu fundarins sem fulltrúar þeirra ríkja sem þar sitja hafa skrifað á undirbúningsfundum síðustu daga. Samkvæmt þeim er afar ólíklegt að endanlegar ákvarðanir um aðgerðir verið teknar í dag. Olíuráðherra Indlands segir að tilkynnt verði um framhaldsfund í Lundúnum í október.
Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira