Viðskipti innlent

Alfesca kaupir D&F

Xavier Govare forstjóri Alfesca. Mynd/ Vilhelm.
Xavier Govare forstjóri Alfesca. Mynd/ Vilhelm.

Alfesca hefur gengið frá kaupum á ítalska matvælabirgjanum D&F af stofnendum fyrirtækisins. D&F er leiðandi birgir og dreifingaraðili matvæla á ítalska matvörumarkaðnum og hefur fram að þessu verið helsti dreifingaraðili fyrir vörur Alfesca á Ítalíu.

Alfesca hefur á undanförnum árum aukið mjög sölu á sjávarafurðum, andalifrarkæfu og andakjöti á Ítalíu og náð fótfestu á ört vaxandi markaði fyrir hátíðarrétti og matvæli sem eru holl og einföld í framreiðslu. Kaupin á D&F munu styrkja stöðu Alfesca en betri aðgangur að ítalska markaðnum mun hraða framþróun félagsins.

Starfsmenn D&F eru tólf talsins og nemur ársvelta um 8,8 milljónum evra, sem samsvarar um einum milljarði króna. Kaupverð er ekki gefið upp. Kaupin voru fjármögnuð með eigin fjármunum Alfesca og munu þau ekki hafa teljandi áhrif á rekstrarniðurstöður félagsins.

D&F verður áfram rekið af sama stjórnendateymi og verið hefur og verður með í samstæðuuppgjöri Alfesca frá kaupdegi, segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×