Viðskipti erlent

Asíu- og Evrópumarkaðir í uppsveiflu í morgun

Flestir markaðir í Asíu opnuðu í uppsveiflu í morgun sökum þess að menn þar eru bjartsýnir á að aðgerðir helstu leiðtogas heims gegn fjármálakreppunni muni bera árangur.

Úrvalsvítalan í Sidney hækkaði um 5%, Hang Seng vísitalan í Hong Kong hækkaði um 3% og sömu sögu er að segja í kauphöllinni í Suður-Kóreu. Hinsvegar lækkaði vístalan í Sjanghæ um 2%.

Markaðurinn í Tókýo er lokaður í dag þar sem frídagur er í Japan.

Þá hafa markaðir í Evrópu tekið vel við sér í morgun. FTSE-vísitalan í London hefur hækkað um rúm 6%, Dax í Þýskalandi um tæp 7% og Cac40-vístalan í Frakklandi hefur hækkað um 7,6%.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×