Viðskipti innlent

Stoðir óska eftir framlengingu á greiðslustöðvun

Jón Sigurðsson.
Jón Sigurðsson.

Stoðir munu óska eftir greiðslustöðvun til 20. janúar næstkomandi. Þetta staðfestir Jón Sigurðsson, forstjóri Stoða, í samtali við fréttastofu. Núgildandi þriggja vikna greiðslustöðvun félagsins rennur út á morgun og sagðist Jón vera bjartsýnn á að ósk þeirra yrði samþykkt af héraðsdómi.

Þrír stærstu lánadrottnar Stoða eru viðskiptabankarnir Glitnir, Kaupþing og Landsbankinn en vegna þjóðnýtingar þeirra og erfiðleika segir Jón að lítil færi hafi gefist til þess að fara yfir vandamál Stoða á undanförnum vikum.

Sú vinna fari hins vegar á fullt á næstu dögum. Samkvæmt lögum getur stjórn Stoða farið fram á greiðslustöðvun í sex mánaði alls frá og með morgundeginum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×