Viðskipti innlent

Spá 37 prósenta hækkun Marels

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Tólf mánaða markgengi hlutabréfa Marel Food Systems er 121,2 krónur á hlut í nýrri greiningu Landsbankans. Það er 37 prósenta hækkun frá lokagengi gærdagsins.

Spá greiningardeildarinnar er staðfesting á fyrri spá sem birt var um miðjan maí. Gengi bréfa Marel Food Systems hækkaði um 1,61 prósent í gær, endaði í 88,4 krónum á hlut.

Í greiningu bankans er mælt með kaupum í félaginu. Gert er ráð fyrir hækkandi hlutfalli rekstrarhagnaðar (EBIT-framlegð) sem talið er verða 8,7 prósent í ár, eða rétt undir 9,0 prósenta yfirlýstu markmiði félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×