Viðskipti erlent

Bernanke óviss um verðbólguhorfur

Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna.
Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna.

Verðbólguhorfur í Bandaríkjunum eru mjög tvísýnar, að sögn Bens Bernanke seðlabankastjóra. Hann segir jafnframt að verðhækkanir í Bandaríkjunum og lausafjárkrísan þar hafi skollið mjög hörkulega á Bandaríkjamenn.

Í ræðu, sem Bernanke hélt á ráðstefnu seðlabankastjóra í Jackson Hole í Wyoming, sagði hann að stjórnvöld yrðu að gera allt sem í þeirra valdi stæði til þess að varðveita verðstöðugleika í landinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×