Icelandair breytir áætlunum til að mæta eldsneytiskostnaði 28. maí 2008 16:06 Icelandair hefur ákveðið að gera breytingar á vetraráætlun næsta vetrar og draga úr framboði til þess að mæta auknum kostnaði vegna eldsneytisverðhækkana. Í tilkynningu frá félaginu segir að helstu breytingar séu þær að vetrarhlé verður lengt í flugi til og frá Minneapolis og heilsársflugi til Toronto og Berlín er frestað. Flug til og frá Toronto í Kanada hófst í vor og mun halda áfram vorið 2009 eftir vetrarhlé. Hlé var gert á flugi til Minneapolis á síðasta vetri og nú verður það hlé lengt veturinn 2008-2009 og stendur frá októberlokum fram í mars. Á síðasta vetri var ekki flogið til Berlínar og áformum um heilsársflug þangað hefur verið frestað. Fleiri breytingar hafa verið gerðar á vetraráætlun félagsins, meðal annars verður dregið úr flugi til Parísar en flug aukið til New York. Einnig verða felld út einstök flug á nokkrum leiðum. Þeir farþegar sem áttu bókanir á þeim flugum sem felld hafa verið niður eru látnir vita og samkvæmt reglum um breytingar á áætlun er þeim boðin endurgreiðsla eða önnur ferðatilhögun. "Við hjá Icelandair erum að bregðast við þessum gífurlegu hækkunum á eldsneyti eins og öll flugfélög í heiminum. Frá áramótum hefur flugeldsneytið hækkað um 60% og það hefur sexfaldast í verði á nokkrum árum. Bókunarstaða Icelandair er í raun góð, en eldsneytiskostnaðurinn veldur því að fækka verður flugum og auka nýtingu í hverju flugi. Við gerum þessar breytingar með góðum fyrirvara og látum alla farþega vita af breytingunni," segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair. Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Icelandair hefur ákveðið að gera breytingar á vetraráætlun næsta vetrar og draga úr framboði til þess að mæta auknum kostnaði vegna eldsneytisverðhækkana. Í tilkynningu frá félaginu segir að helstu breytingar séu þær að vetrarhlé verður lengt í flugi til og frá Minneapolis og heilsársflugi til Toronto og Berlín er frestað. Flug til og frá Toronto í Kanada hófst í vor og mun halda áfram vorið 2009 eftir vetrarhlé. Hlé var gert á flugi til Minneapolis á síðasta vetri og nú verður það hlé lengt veturinn 2008-2009 og stendur frá októberlokum fram í mars. Á síðasta vetri var ekki flogið til Berlínar og áformum um heilsársflug þangað hefur verið frestað. Fleiri breytingar hafa verið gerðar á vetraráætlun félagsins, meðal annars verður dregið úr flugi til Parísar en flug aukið til New York. Einnig verða felld út einstök flug á nokkrum leiðum. Þeir farþegar sem áttu bókanir á þeim flugum sem felld hafa verið niður eru látnir vita og samkvæmt reglum um breytingar á áætlun er þeim boðin endurgreiðsla eða önnur ferðatilhögun. "Við hjá Icelandair erum að bregðast við þessum gífurlegu hækkunum á eldsneyti eins og öll flugfélög í heiminum. Frá áramótum hefur flugeldsneytið hækkað um 60% og það hefur sexfaldast í verði á nokkrum árum. Bókunarstaða Icelandair er í raun góð, en eldsneytiskostnaðurinn veldur því að fækka verður flugum og auka nýtingu í hverju flugi. Við gerum þessar breytingar með góðum fyrirvara og látum alla farþega vita af breytingunni," segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair.
Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira