Viðskipti erlent

Danski seðlabankinn lækkar stýrivexti um hálft prósentustig

Danski seðlabankinn, Nationalbanken, ákvað í dag að lækka stýrivexti sína um hálft prósentustig og fylgir þar með eftir vaxtalækkun Evrópubankans. Eftir lækkunin eru stýrivextir Nationalbanken slétt 5%.

Danir hafa í tvígang með skömmu millibili hækkað stýrivexti sína til að styðja við gengi dönsku krónunnar. Sérfræðingar telja að ef að danska krónan haldi núverandi gildi sínu og horfurnar á fjármálamarkaðinum verði ekki neikvæðari en þær eru nú muni Nationalbanken lækka aftur vexti sína á komandi ári.

Sem stendur er munurinn á stýrivöxtum Nationalbanken og Seðlabanka Evrópu 1,75 prósentustig sem þykir í hærra lagi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×