Viðskipti erlent

Evrópski seðlabankinn lækkar stýrivexti

Jean-Claude Trichet.
Jean-Claude Trichet. MYND/Getty
Seðlabanki Evrópu lækkaði í morgun stýrivexti um fimmtíu punkta til að bregðast við samdrætti á evrusvæðinu. Þetta er í annað sinn á minna en mánuði sem bankinn lækkar stýrivexti sína, en þeir eru nú 3,25 prósent.

Hagkerfi evrusvæðisis, sem hefur vaxið stöðugt frá stofnun þess árið 1999, dróst saman um 0,2 prósent á öðrum ársjórðungi og er búist við frekari samdrætti. Verðbólga á svæðinu er 3,2 prósent, sem er töluvert hærra en verðbólgumarkmiðin sem eru 2 prósent. Hagfræðingar búast þó við að hún lækki hratt á næstu mánuðum.

Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri, útskýrir forsendur lækkunarinnar á blaðamannafundi síðar í dag. Búist er við að hann segi ástæðu hennar samdrátt og minni líkur séu á verðbólgu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×