Viðskipti innlent

Hætta rannsókn á sölu Moderna á Carnegie-hlut

Karl Wernersson.
Karl Wernersson. MYND/GVA

Efnahagsbrotadeild lögreglunnar í Svíþjóð hefur ákveðið að hætta rannsókn sinni á sölu Moderna Finance, dótturfélags Milestone sem er félag Karls Wernerssonar og fjölskyldu, á um það bil 7,5 prósentum af hlut sínum í sænska fjárfestingarbankanum Carnegie í síðasta mánuði.

Salan átti sér stað skömmu áður en uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung var var birt. Umrætt uppgjör olli hruni á hlutabréfum Carnegie þegar í ljós kom að bankinn þurfti að afskrifa milljarð sænskra króna vegna einstaks viðskiptavinar.

Fram kemur á vef hins Svenska Dagbladet að lögregla telji ekki að brot á lögum um innherjaviðskipti hafi átt sér stað í tengslum við sölu hlutanna og hafi því hætt rannsókninni.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×