Viðskipti innlent

Enn tapar deCODE

Tap deCODE á fyrsta ársfjórðungi ársin nam 26,7 milljónum dollara eða sem svarar til tæplega 2 milljörðum kr. Er þetta nokkuð meira tap en á sama tímbili í fyrra er það nam 22,6 milljónum dollara.

Tekjur deCODE jukust um rúmlega 6 milljón dollara á ársfjórðungnum miðað við árið í fyrra og veldur þar einkum vöxtur í arfgerðagreiningarþjónustu félagsins.

Í tilkynningu um ársfjórðunginn segir Kári Stefánsson forstjóri deCODE að hann telji að félagið hafi nú afgerandi forystu við að greina erfðamengi manna en með því má komast hjá hættu á sjúkdómum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×