Viðskipti innlent

Fá greitt 75,1% úr Skammtímasjóði Kaupþings

Hlutdeildarskírteinishafar í Kaupþingi Skammtímasjóði fá greitt úr sjóðnum í dag. Greiðslan nemur 75,1% af eignum sjóðsins miðað við 3. október 2008. Um heildargreiðslu er að ræða.

Upphæðin verður lögð inn á vörslureikning hvers hlutdeildarskírteinishafa í Nýja Kaupþingi banka hf. Vörslureikningurinn er innlánsreikningur.

Í tilkynningu um málið segir að vegna aðstæðna á fjármálamarkaði og tilmæla frá Fjármálaeftirlitinu hefur Rekstrarfélag Kaupþings banka hf. ákveðið að slíta sjóðnum. Slit sjóðsins miðast við 19. nóvember nk.

Þessar ákvarðanir voru teknar með jafnræði hlutdeildarskírteinishafa að leiðarljósi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×