Innlent

FL Group ekki til rannsóknar

Helgi Magnús Gunnarsson er saksóknari efnahagsbrota hjá ríkislögreglustjóra.
Helgi Magnús Gunnarsson er saksóknari efnahagsbrota hjá ríkislögreglustjóra.

Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota hjá ríkislögreglustjóra, segir að ekki sé verið að rannsaka FL Group og ekki sé unnt að svara því hvort sú rannsókn standi til. Hann segir að meira þurfi til enn orðróm svo hægt sé að hefja rannsókn. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

,,Lögregla og ákæruvald bregst við með rannsókn ef nægjanlegar röksemdir eru fyrir því að einhver refsiverð hegðun hafi verið framin í rekstri félaga," sagði Helgi Magnús og bætti við að ekki séu gerðar úttektir á bókhaldi félaga rétt til þess kanna það heldur verða að vera ákveðnar sterkar grunnsemdir til að hefja slíka rannsókn. Helgi Magnús fagnar að auknu fjármagni hafi verið veitt til eftirlitsstofnana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×