Viðskipti innlent

Sextán félög lækkuðu í dag

Erlendur Hjaltason, annar forstjóra Exista.
Erlendur Hjaltason, annar forstjóra Exista.

Sextán félög lækkuðu í Kauphöllinni í dag á meðan fimm hækkuðu. Mest var lækkun á bréfum Exista sem fór niður um 2,09 prósent. Eimskip kom þar á eftir með 1,84 prósent og FL Group lækkaði um 1,57 prósent.

Atlantic Airways hækkaði mest allra í dag, um 1,81 prósent og Century Aluminium Company fór upp um 1,18 prósent.

Úrvalsvísitalan lækkaði eilítið, eða um 0,76 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×