Lánamarkaðir eru í raun lokaðir fyrir íslensku bankana 20. febrúar 2008 10:15 Oliver Johnson sérfræðingur í lánaráðgjöf hjá Barclay´s Capital í London segir að alþjóðlegir lánamarkaðir séu í raun lokaðir íslenskum bönkum í augnablikinu. Í samtali við Vísir segir Oliver að bæði sé um að ræða að fjárfestar vilji ekki lána íslensku bönkunum vegna áhyggna af íslensku efnahagslífi og hinsvegar vilji bankarnir sjálfir ekki taka lán á þeim kjörum sem þeim bjóðast í dag. Oliver Johnson og kollegi hans í lánaráðgjöf Barclay' s Capital, Kentaro Kiso, skrifuðu grein í Financial Times í gær þar sem þeir fjalla um stöðuna á lánsfjármörkuðunum. Það sem m.a. kemur fram í þessari grein er að þrátt fyrir þrengingar á þessum mörkuðum sé ekkert lát á viðskiptum þar og þeir hafi nóg að gera. Hvað varðar íslensku bankana segir Oliver að skuldatryggingarálag þeirra sé orðið það hátt að fjárfestar haldi að sér höndum enda eru slík lán talin því ótryggari sem álagið er hærra. "Og íslensku bankarnir hafa örugglega engan áhuga á að taka lán á þeim kjörum sem bjóðast nú," segir Oliver. "Af þeim sökum segjum við að lokað sé fyrir lánsfé til íslensku bankana í augnablikinu." Hvað varðar góða lánshæfiseinkunn bankana hjá matsfyrirtækjum á borð við Moody segja þeir félagar í grein sinni að margir hafi einkunina A eins og íslensku bankarnir. Nefna þeir sem dæmi nokkra írska banka sem fá ekki lánsfé gegn neinu gjaldi þrátt fyrir háa einkunn. Oliver segir í samtali við Vísi að lánveitendur horfi meira til skuldatryggingarálagins og efnahagsstöðu viðkomandi lands en einkunna hjá matsfyrirtækjum. "Áhyggjur af efnahagsþróuninni á Íslandi valda því einnig að lánveitendur halda að sér höndunum," segir hann. Skuldatrygginaálag Kaupþings er nú rétt undir 600 púnktum, hjá Glitni er það rúmlega 400 púnktar en hjá Landsbankanum er staðan best en álagið þar er tæplega 250 púnktar. Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira
Oliver Johnson sérfræðingur í lánaráðgjöf hjá Barclay´s Capital í London segir að alþjóðlegir lánamarkaðir séu í raun lokaðir íslenskum bönkum í augnablikinu. Í samtali við Vísir segir Oliver að bæði sé um að ræða að fjárfestar vilji ekki lána íslensku bönkunum vegna áhyggna af íslensku efnahagslífi og hinsvegar vilji bankarnir sjálfir ekki taka lán á þeim kjörum sem þeim bjóðast í dag. Oliver Johnson og kollegi hans í lánaráðgjöf Barclay' s Capital, Kentaro Kiso, skrifuðu grein í Financial Times í gær þar sem þeir fjalla um stöðuna á lánsfjármörkuðunum. Það sem m.a. kemur fram í þessari grein er að þrátt fyrir þrengingar á þessum mörkuðum sé ekkert lát á viðskiptum þar og þeir hafi nóg að gera. Hvað varðar íslensku bankana segir Oliver að skuldatryggingarálag þeirra sé orðið það hátt að fjárfestar haldi að sér höndum enda eru slík lán talin því ótryggari sem álagið er hærra. "Og íslensku bankarnir hafa örugglega engan áhuga á að taka lán á þeim kjörum sem bjóðast nú," segir Oliver. "Af þeim sökum segjum við að lokað sé fyrir lánsfé til íslensku bankana í augnablikinu." Hvað varðar góða lánshæfiseinkunn bankana hjá matsfyrirtækjum á borð við Moody segja þeir félagar í grein sinni að margir hafi einkunina A eins og íslensku bankarnir. Nefna þeir sem dæmi nokkra írska banka sem fá ekki lánsfé gegn neinu gjaldi þrátt fyrir háa einkunn. Oliver segir í samtali við Vísi að lánveitendur horfi meira til skuldatryggingarálagins og efnahagsstöðu viðkomandi lands en einkunna hjá matsfyrirtækjum. "Áhyggjur af efnahagsþróuninni á Íslandi valda því einnig að lánveitendur halda að sér höndunum," segir hann. Skuldatrygginaálag Kaupþings er nú rétt undir 600 púnktum, hjá Glitni er það rúmlega 400 púnktar en hjá Landsbankanum er staðan best en álagið þar er tæplega 250 púnktar.
Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira