Viðskipti innlent

Greining Kaupþings spáir 6% verðbólgu

Greining Kaupþings spáir 0,6% hækkun á vísitölu neysluverðs í febrúar. Gangi spáin eftir mun tólf mánaða verðbólga mælast 6% samanborið við 5,8% í janúar.

Í spánni bendir greiningin á að krónan hefur gefið eftir á síðustu vikum á sama tíma og hráefnaverð úti í heimi heldur áfram að hækka. Slík hækkun mun skila sér til neytenda í febrúar, í formi hækkandi eldsneytisverðs ásamt verðhækkunum á mat- og drykkjarvörum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×