Viðskipti erlent

Olíuverðið komið undir 126 dollara á tunnuna

Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að lækka og er nú komið undir 126 dollara á tunnuna í New York. Hefur verðið því lækkað um 15% frá því það náði hámarki þann 11. júlí og fór í rúmlega 147 dollara.

Það sem liggur að baki lækkunum nú er einkum að fellibylurinn Dolly í Mexíkóflóa fór framhjá flestum olíuborpöllunum sem þar eru. Bandaríkjamenn fá um fjórðung olíu sinnar úr flóanum.

Þá hefur dollarinn verið að styrkjast að undanförnu og hefur ekki verið hærri gagnvart jeninu í fjórar vikur. Einnig spilar inn í dæmið að eftirspurn eftir olíu í Bandaríkjunum hefur fallið um 3,3% í þessari viku miðað við fyrri viku.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×