Viðskipti innlent

Miklar breytingar á stjórn FL Group

Jón Ásgeir Jóhannesson og Jón Sigurðsson.
Jón Ásgeir Jóhannesson og Jón Sigurðsson.

Árni Hauksson, Eiríkur Jóhannsson og Katrín Pétursdóttir munu taka sæti í stjórn FL Group á aðalfundi félagsins sem fram fer þann 11. mars næstkomandi. Þórður Bogason mun taka sæti sem varamaður í stjórn. Þórður Már Jóhannesson, Gunnar Sigurðsson og Kristín Edwald munu hætta í stjórn og Smári Sigurðsson mun hætta sem varastjórnarmaður.

Jón Ásgeir Jóhannesson, Þorsteinn M. Jónsson, Pálmi Haraldsson og Hannes Smárason munu sitja áfram í stjórn, sem og varastjórnarmaðurinn Peter Mollerup, eftir því sem fram kemur í aðalfundarboði FL Group.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×