Viðskipti innlent

Saga Capital tapaði 825 milljónum í fyrra

Lykilstjórnendur Saga Capital.
Lykilstjórnendur Saga Capital.

Rekstrartap Saga Capital vegna ársins 2007 nam 825 milljónum króna. Samkvæmt tilkynningu frá félaginu endurspeglar tapið annars vegar stofnkostnað, sem var að stærstum hluta gjaldfærður á árinu, og hins vegar erfið skilyrði á innlendum og erlendum mörkuðum.

Eignir Saga Capital Fjárfestingarbanka í árslok námu 38 milljörðum króna, eigið fé var 9,7 milljarðar og eiginfjárhlutfall á CAD-grunni 35,3%.

Samkvæmt tilkynningunni er Saga Capital með fjórðu stærstu markaðshlutdeildina í Kauphöll Íslands. Þá kemur fram að sótt hafi verið um viðskiptabankaleyfi til Fjármálaeftirlitsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×