Viðskipti innlent

Vídeóvél með 40 GB hörðum diski

Canon HG10 getur tekið upp allt að 15 klukkustundir á harða diskinn
Canon HG10 getur tekið upp allt að 15 klukkustundir á harða diskinn

Nú eru komin til sögunnar videó upptökuvél með hörðum diski og því ekki þörf á að nota spólur fyrir upptöku. Um er að ræða Canon upptökuvél, HG10, sem er með 40 GB hörðum diski. Það er því hægt að taka upp 15 klukkustundir af efni á vélina í háskerpugæðum.

"Harði diskurinn er gríðarlega stór og því þarf fólk ekki að hafa miklar áhyggjur af geymsluplássi," segir Halldór J. Garðarsson vörustjóri Canon hjá Nýherja um HG10 upptökuvélina.

"Það eina sem þarf að gera er að tengja vélina við tölvuna og hlaða myndefninu yfir með einstaklega einföldum hætti."

Halldór segir að HG10 búi yfir fjölmörgum kostum til viðbótar, svo sem sérstökum sensorum sem draga úr suði við upptöku og síu sem tryggir skarpari myndir.

"Þá er HG10 með sérstaka háskerpulinsu. Þá er gaman að nefna að hægt er að taka ljósmyndir, 3,1 MP myndir, sem eru vistaðar á sérstakt minniskort. Hægt er að taka upp video og kyrrmyndir á sama tíma með vélinni. Vídeómyndir og kyrrmyndir eru unnar sitt í hvoru lagi sem tryggir að þær koma út í góðum litum," segir Halldór.

"Þetta er því á margan hátt einstök vél og því kemur ekki á óvart að hún skuli hafa unnið til verðlauna hjá hinum virta vef camcorderinfo.com. Þar er svokölluðu Instant AF fókuskerfi hrósað sérstaklega en það hjálpar við að tryggja að upptaka og myndir séu ávallt í fókus.

Með því að nota tvo nema (sensora), einn fyrir hraða og annan fyrir nákvæmni, gerir Instant AF HD upptöku auðveldari og kemur í veg fyrir ,,blörraðar" myndir. Þetta er sérstaklega mikilvægt þegar tekið er upp í háskerpu því þá verður allt hökt í myndinni miklu næmara en ella með slíkri tækni. Með Instant AF fókuskerfi er hins vegar slíkt vandamál úr sögunni."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×