Erlent

Hóta aðgerðum

Bandarísk stjórnvöld ætla á næstunni að vinna að því á vettvangi Sameinuðu þjóðanna að stjórnvöld í Simbabve verði beitt hörðum efnahagsþvingunum.

Þá útiloka Bandaríkjamenn ekki þeir muni grípa til einhvers konar refsiaðgerða gegn Simbabve upp á eigin spýtur, án samráðs við Sameinuðu þjóðirnar.

Þetta eru viðbrögð Bush-stjórnarinnar við kosningunum sem haldnar voru í Simbabve um helgina.

Þar bar Robert Mugagbe sigur úr býtum en kosningarnar hafa verið harðlega gagnrýndar víðs vegar um heim. Mugabe og stuðningsmenn hans hafa verið sakaðir um að hafa beitt ofbeldi og hótunum í kosningabaráttunni sem leiddi til þess að mótframbjóðandi Mugabe, Morgan Tsvangirai, dró framboð sitt tilbaka.










Tengdar fréttir

Kenýa hvetur Afríkubandalagið til að reka Mugabe

Raila Odinga, forsætisráðherra Kenýa, hefur hvatt Afríkubandalagið til þess að víkja Robert Mugabe, forseta Simbabve, úr bandalaginu þangað til hann leyfir frjálsar og sanngjarnar kosningar þar í landi. Að Odinga áliti ætti bandalagið einnig að senda friðargæslusveitir til landsins til þess að stuðla að frjálsum kosningum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×