Viðskipti innlent

Hugsanlegt að Hollendingar hafi fengið rangar upplýsingar frá íslenskum eftirlitsstofnunum

Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollendinga. Mynd/ AFP.
Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollendinga. Mynd/ AFP.

Hugsanlegt er að hollenski Seðlabankinn hafi fengið rangar upplýsingar frá íslenskum eftirlitsaðilum varðandi stöðu íslenskra banka. Þetta hefur hollenska fréttastofan ANP eftir Wouter Bos, hollenska fjármálaráðherranum.

Í hollenskum fjölmiðlum er fullyrt að Seðlabankinn þar í landi hafi viljað grípa til aðgerða gagnvart Icesave Netbanka Landsbankans en slíkt hefði brotið í bága við lög og reglugerðir. Slíkt hefði jafnframt getað stuðlað að því að áhlaup yrði gert á bankanna á Íslandi, samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum í Hollandi. Hollensk yfirvöld hafi því ekki getað brugðist við.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×