Viðskipti erlent

Gengi dollarans styrkist enn

Gengi Bandaríkjadals hefur styrktist talsvert í dag og hefur ekki verið hærra gagnvart evru í hálft ár. Dollarinn hefur heldur ekki verið hærri gagnvart breska pundinu í nærri tvö ár.

Ástæðan er talin vera áhyggjur manna af því að hagvöxtur í Evrópu sé lengra undan en menn höfðu vonað - og jafnvel að verulega dragi úr honum frá því sem nú er.

Breska pundið hefur sigið niður á við undanfarna daga vegna verðbólgu og samdráttar.






Tengdar fréttir

Dollarinn sækir í sig veðrið

Bandaríkjadalur hefur verið á mikilli siglingu á síðustu dögum og náði í dag sínu sterkasta gildi gagnvart evru í hálft ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×