Viðskipti innlent

Guðbjörg nýr aðstoðarforstjóri Actavis

Guðbjörg Edda Eggertsdóttir.
Guðbjörg Edda Eggertsdóttir.

Guðbjörg Edda Eggertsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarforstjóri Actavis í kjölfar forstjóraskipta í síðustu viku. Þá tók Sigurður Óli Ólafsson aðstoðarforstjóri við sem forstjóri eftir að Róbert Wessmann hætti.

Í tilkynningu frá Actavis segir að Valur Ragnarsson, næstráðandi Guðbjargar Eddu á sölusviði Actavis, taki sæti hennar sem framkvæmdastjóri Sölu til þriðja aðila. Actavis hefur einnig gert breytingar hjá dótturfélagi sínu í Bandaríkjunum. Þar mun Doug Boothe taka við stöðu framkvæmdastjóra félagsins, en hann var áður framkvæmdastjóri markaðssviðs Actavis í Bandaríkjunum.

 

Guðbjörg Edda Eggertsdóttir hóf störf hjá Actavis eftir samruna við lyfjafyrirtækið Delta. Hún kom til Delta árið 1983 og var síðast aðstoðarforstjóri og framkvæmdastjóri útflutnings- og þróunarsviðs félagsins. Hjá Actavis var Guðbjörg Edda framkvæmdastjóri Sölu til þriðja aðila hjá frá 2002. Hún er með kandídatspróf í lyfjafræði og hefur starfað í lyfjageiranum síðan árið 1976.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×