Viðskipti erlent

Mesti samdráttur í olíunotkun í rúman aldarfjórðung

Olíunoktun í Bandaríkjunum dróst saman um 800 þúsund tunnur á dag á fyrstu sex mánuðum þessa árs í samanburði við síðasta ár.

Þetta sýna nýjar tölur frá upplýsingastofnun orkumála þar í landi. Hefur olíunotkun ekki dregist jafnmikið saman í liðlega aldarfjórðung í landinu. Stofnunin rekur minnkandi olíunoktun Bandaríkjamanna til minni hagvaxtar í landinu og hás olíuverðs á fyrri helmingi ársins en þá náði það nýjum hæðum.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×