Viðskipti innlent

Fons kaupir hlut NTH í Ticket

Fons er í eigu Pálma Haraldssonar.
Fons er í eigu Pálma Haraldssonar.

Fons eignarhaldsfélag, sem er í eigu Pálma Haraldssonar, hefur ákveðið að kaupa hlut íslenska félagsins Northern Travel Holding í ferðaskrifstofukeðjunni Ticket Travel Group.

Þegar Northern Travel Holding, sem er meðal annars í eigu Fons og Stoða Invest, áður FL Group, varð til lagði Fons til hluti sína í Ticket inn í Northern Travel Holding. Sá hlutur nemur nærri 30 prósentum. Nú kaupir Fons þá hluti hins vegar aftur.

Matthías Imsland, stjórnarformaður Ticket, segir ekki um stórvægilegar breytingar að ræða og hann segir rekstur Ticket hafa gengið ágætlega frá því að Fons kom inn í félagið. Síðasta ár hafi verið metár hjá félaginu en árið í ár verði ekki eins gott. Hagnaður verði þó af rekstrinum.

Ticket er meðal stærstu ferðaskrifstofukeðja Norðurlanda með útibú í Svíþjóð, Noregi og Danmörku. Northen Travel Holding á meðal annars flugfélögin Sterling og Iceland Express.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×