Viðskipti innlent

Hver er þessi olíutunna?

Nanna Hlín Halldórsdóttir skrifar
Oft er erfitt að átta sig á umræðunni um olíu á heimsvísu þó maður skilji vel hvað bensín kostar.
Oft er erfitt að átta sig á umræðunni um olíu á heimsvísu þó maður skilji vel hvað bensín kostar.

Um þessar mundir er mikið talað um eldsneytisverð í kjölfar mikilla hækkanna á heimsvísu. Þá er gjarnan talað um hversu mikið olíutunnan hefur hækkað í dollurum talið. En tunnur geta verið af mörgu tagi og því ekki gefið að vita um hvað er verið að tala þegar um olíutunnu er að ræða.

 

Magnús Ásgeirsson hjá N1 ljóstraði upp leyndardómum olíutunnunnar fyrir fréttamanni Vísis í dag. Hver olíutunna tekur 158 lítra en í smurolíutunnu sem margir þekkja eru um 205 lítrar. Verð á olíutunnu á heimsmarkaði í dag er á bilinu 130-140 lítrar. Innihald olíutunnu er ekki bensín, það eldsneyti sem almenningur þekkir hvað best, heldur hráolía.

Úr hráolíu er hægt að vinna margs konar eldsneyti en það er gert í olíuhreinsistöðvum þar sem efnin eru greind í sundur. Þá verða til eldsneyti á borð við bensín eða gas sem notað er til þess að grilla. Hráolían hefur sína eðlisþyngd sem og afurðir hennar hver fyrir sig sem gerir það að verkum að mismunandi margir lítrar eru í hverju tonni af olíuafurðum.

Það eru til fjöldinn allur af tegundum af hráolíu í heiminum og því er efnasamsetning ekki ávallt sú samt þegar talað er um hráolíu. Í hinni dæmigerðu olíutunnu er um 51% bensín en restin er önnur eldsneyti á borð við þotueldsneyti, gas eða smurolía.

Þótt talað sé um olíutunnu þegar rætt er um verð á eldsneyti þá er hráolían ekki geymd í tunnum heldur er um mælieiningu að ræða. Olíufélögin á Íslandi kaupa ekki hráolíu beint heldur kaupa þau bensín eða önnur eldsneyti sem búið er að vinna í olíuhreinsistöðvum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×