Viðskipti innlent

Tillaga um afskráningu Exista úr kauphöllinni

Á hluthafafundi Exista þann 30 október n.k. verður lögð fram tillaga um afskráningu hluta félagsins úr kauphöllinni á Íslandi.

Tillagan er svohljóðandi: "Hluthafafundur Exista hf. haldinn 30. október 2008 samþykkir að hlutir í félaginu verði tafarlaust afskráðir úr kauphöll... á Íslandi. Hluthafafundur beinir því til stjórnar og veitir heimild til þess að annast slíka afskráningu.

Meðal annara tillaga sem lagðar verða fyrir fundinn er heimild til stjórnar til ótakmarkaðrar sölu á eignum félagsins

Sú tillaga hljóðar svo: "Hluthafafundur Exista hf. haldinn 30. október 2008 samþykkir, vegna verulegra efnahagslegra erfiðleika í þjóðfélaginu, að veita stjórn félagsins ótakmarkaða heimild til þess að selja eða ráðstafa allt að öllum eignum félagsins, með einni eða fleiri ráðstöfunum, hvort sem um er að ræða lausafé eða aðrar eignir félagsins svo sem fasteignir, hlutabréf, og aðrar eignir, að því gefnu að slíkar ráðstafanir séu að vandlegu mati hagstæðar og hagfelldastar félaginu. Heimild þessi gildir til 30 október 2009."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×