Kauphöll Íslands hefur samþykkt að taka hlutabréf Flögu Group hf. og Icelandic Group hf. úr viðskiptum, samkvæmt beiðnum félaganna. Hlutabréf Flögu verða tekin úr viðskiptum eftir lokun þann 12. júní. Hlutabréf í Icelandic Group verða tekin úr viðskiptum þann 16. júní.
