Stefna og aðgerðaáætlun í málefnum utangarðsfólks Jórunn Frímannsdóttir skrifar 11. september 2008 04:45 Reykjavíkurborg er borg þar sem allir íbúar geta átt sér samastað. Líka þeir sem í daglegu tali eru nefndir utangarðsfólk. Í velferðarsamfélagi nútímans er þess jafnframt krafist að reynt sé að koma í veg fyrir að fólk verði utan garðs, en því miður virðist sem þeim fari fjölgandi sem lent geta í þeim hópi. Markmið með nýrri stefnumótun í málefnum utangarðsfólks er að leitast við að koma í veg fyrir útigang og tryggja öllum viðunandi húsaskjól. Velferðarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gær metnaðarfulla stefnu í málefnum utangarðsfólks af báðum kynjum. Stefnan er fyrsta stefna sinnar tegundar og skýrir hvernig Reykjavíkurborg ætlar að vinna að málefnum utangarðsfólks í Reykjavík til ársins 2012. Inn í hlýjunaVið viljum koma í veg fyrir að fólk verði utangarðs, tryggja viðeigandi stuðning við áhættuhópa og framboð á viðeigandi úrræðum fyrir þá sem eiga á hættu að verða utangarðs. Með þessu viljum við auka lífsgæði utangarðsfólks og koma því inn í hlýjuna. Stefnan nær til þeirra sem skilgreindir eru sem utangarðsfólk og þeirra sem eru að koma úr tímabundnu úrræði svo sem fangelsi, sjúkrahúsi eða vímuefnameðferð og eiga ekki öruggt húsaskjól. Megináhersla í stefnunni er á aukið samstarf, fjölgun langtímaúrræða og bætta yfirsýn.Það er alltaf miður þegar fólk á ekki í hús að venda en ekki er um að ræða eina meginorsök á vanda utangarðsfólks. Þó er ljóst að flestir sem eru utangarðs búa við alvarlegan heilsubrest og er ofneysla áfengis og vímuefna almenn. Geðrænir erfiðleikar eru ýmist orsök eða afleiðing neyslu og útigangs og má leiða að því líkur að verulegur hluti utangarðsfólks búi við geðræna erfiðleika. Utangarðsfólk eru ólíkir einstaklingar sem eiga við margháttaða félags- og heilbrigðisvanda að stríða, eru félagslega einangraðir og eiga oft að baki fangelsisvistir, sjúkrahúsdvalir og aðra félagslega erfiðleika. Því eru forvarnir og samstarf milli ólíkra kerfa s.s. lögreglu, félagsmálayfirvalda, heilbrigðisyfirvalda og félagasamtaka grundvallaratriði. Samstarf og forvarnirVið ætlum að efla samstarf á milli Velferðarsviðs, félags- og tryggingamálaráðuneytis, Landspítala, Fangelsismálastofnunar, Lögreglu höfuðborgarsvæðisins og Heilsugæslu. Einnig tryggja samstarf við félagasamtök svo sem SÁÁ, Samhjálp, Geðhjálp, Hjálpræðisherinn og Hugarafl eftir því sem við á hverju sinni. Slíkt samstarf er nauðsynlegt til að bæta yfirsýn þannig að unnt sé að bregðast við á einstaklingsgrunni með viðeigandi hætti. Með slíku samstarfi er einnig unnt að greina áhættuþætti sem leiða til útigangs og finna leiðir til að sporna gegn því. Auk þess er hægt að veita þá grundvallarþjónustu sem öllum er nauðsynleg.Til að byggja upp heilbrigðis- og félagsþjónustu við utangarðsfólk er brýnt að gera rannsóknir á heilsufari og félagslegri stöðu þeirra einstaklinga sem eru utangarðs. Þannig fæst yfirsýn yfir aðstæður þeirra, þekking eykst og þverfagleg þjónusta við áhættuhópa verður markvissari. Reglubundin fagþjónustaNauðsynlegt er að efla ráðgjöf og stuðning við einstaklinga sem eru utangarðs. Með stöðugri, reglubundinni og markvissri félagslegri ráðgjöf og heilbrigðisþjónustu eru meiri líkur á að viðunandi lausn á vanda einstaklinga finnist og lífskjör þeirra batni. Nú strax í vetur verða ráðin hjúkrunarfræðingur og félagsráðgjafi sem munu sinna þjónustu við heimilislausa. Jafnramt er mikilvægt að einstaklingar hafi heimilislækni eins og aðrir borgarbúar sem hafi á að skipa grunnupplýsingum um heilsufar þeirra. Tímabundin úrræðiÞau tímabundnu gistiúrræði sem utangarðsfólki standa nú til boða eru Gistiskýlið fyrir heimilislausa karlmenn sem er með rúm fyrir 20 einstaklinga og Konukot sem er með rúm fyrir 8-10 konur. Síðastliðinn vetur þurfti því miður ítrekað að vísa fólki frá þessum skýlum. Það er óviðunandi og því hefur rýmum verið fjölgað í Gistiskýlinu. Í samræmi við hina nýju stefnumótun verður áfram leitast við að tryggja gistingu í gistiskýlum fyrir þá sem það þurfa. Jafnframt verður unnið að því að tryggja aðgengi að grunnhreinlætisaðstöðu s.s. sturtu og þvottaaðstöðu sem og aðstöðu til dagdvalar. Dagdvöl er mikilvægur þáttur í hugsanlegri endurhæfingu, en með slíkri þjónustu væri t.d. hægt að bæta aðgengi að hjúkrunarfræðingi og félagsráðgjafa.Það er þannig markmið okkar að bjóða upp á fleiri og betri tímabundin úrræði. Á árinu 2009 vonumst við til að vera búin að koma því þannig fyrir að enginn gisti í fangaklefa lögreglu sökum húsnæðisleysis og að skammtíma gistiskýli uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til úrræða af þessu tagi Langtíma úrræðiReykjavíkurborg rekur nú þegar langtíma húsnæðisúrræði fyrir utangarðsmenn á tveimur stöðum í borginni. Því til viðbótar styður borgin fjölda áfangaheimila í Reykjavík og rekur áfangaheimili fyrir þá sem eiga að baki langa sögu um áfengis- og/eða fíkniefnavanda, hafa farið í meðferð en þurfa mikinn stuðning til að aðlagast samfélagi á nýjan leik. Við uppbyggingu úrræða er mikilvægt að taka tillit til ólíkra þarfa utangarðsfólks og því ætlum við að opna sérstakt langtíma húsnæðisúrræði fyrir utangarðskonur. Jafnframt verða á næstu vikum opnuð langtíma húsnæðisúrræði sem nýst geta hjónum/sambúðarfólki jafnt sem einstaklingum.Með því að bjóða upp á ólík úrræði vonumst við til að koma betur til móts við þarfir ólíkra einstaklinga sem þannig eiga meiri möguleika á að bæta lífskjör sín og aðlagast samfélaginu á nýjan leik.Þessi nýja stefna í málefnum utangarðsfólks markar tímamót. Á næstu árum verður unnið markvisst að því að ráðast að rótum vandans í því augnamiði að koma í veg fyrir að einstaklingar verði utangarðs. Jafnframt viljum við tryggja þeim sem þegar hafa misst fótanna og eru utangarðs leið til betra lífs og bættra lífskjara með nauðsynlegum stuðningi og heimilum sem geta mætt þeim þar sem þeir eru hverju sinni. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg er borg þar sem allir íbúar geta átt sér samastað. Líka þeir sem í daglegu tali eru nefndir utangarðsfólk. Í velferðarsamfélagi nútímans er þess jafnframt krafist að reynt sé að koma í veg fyrir að fólk verði utan garðs, en því miður virðist sem þeim fari fjölgandi sem lent geta í þeim hópi. Markmið með nýrri stefnumótun í málefnum utangarðsfólks er að leitast við að koma í veg fyrir útigang og tryggja öllum viðunandi húsaskjól. Velferðarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gær metnaðarfulla stefnu í málefnum utangarðsfólks af báðum kynjum. Stefnan er fyrsta stefna sinnar tegundar og skýrir hvernig Reykjavíkurborg ætlar að vinna að málefnum utangarðsfólks í Reykjavík til ársins 2012. Inn í hlýjunaVið viljum koma í veg fyrir að fólk verði utangarðs, tryggja viðeigandi stuðning við áhættuhópa og framboð á viðeigandi úrræðum fyrir þá sem eiga á hættu að verða utangarðs. Með þessu viljum við auka lífsgæði utangarðsfólks og koma því inn í hlýjuna. Stefnan nær til þeirra sem skilgreindir eru sem utangarðsfólk og þeirra sem eru að koma úr tímabundnu úrræði svo sem fangelsi, sjúkrahúsi eða vímuefnameðferð og eiga ekki öruggt húsaskjól. Megináhersla í stefnunni er á aukið samstarf, fjölgun langtímaúrræða og bætta yfirsýn.Það er alltaf miður þegar fólk á ekki í hús að venda en ekki er um að ræða eina meginorsök á vanda utangarðsfólks. Þó er ljóst að flestir sem eru utangarðs búa við alvarlegan heilsubrest og er ofneysla áfengis og vímuefna almenn. Geðrænir erfiðleikar eru ýmist orsök eða afleiðing neyslu og útigangs og má leiða að því líkur að verulegur hluti utangarðsfólks búi við geðræna erfiðleika. Utangarðsfólk eru ólíkir einstaklingar sem eiga við margháttaða félags- og heilbrigðisvanda að stríða, eru félagslega einangraðir og eiga oft að baki fangelsisvistir, sjúkrahúsdvalir og aðra félagslega erfiðleika. Því eru forvarnir og samstarf milli ólíkra kerfa s.s. lögreglu, félagsmálayfirvalda, heilbrigðisyfirvalda og félagasamtaka grundvallaratriði. Samstarf og forvarnirVið ætlum að efla samstarf á milli Velferðarsviðs, félags- og tryggingamálaráðuneytis, Landspítala, Fangelsismálastofnunar, Lögreglu höfuðborgarsvæðisins og Heilsugæslu. Einnig tryggja samstarf við félagasamtök svo sem SÁÁ, Samhjálp, Geðhjálp, Hjálpræðisherinn og Hugarafl eftir því sem við á hverju sinni. Slíkt samstarf er nauðsynlegt til að bæta yfirsýn þannig að unnt sé að bregðast við á einstaklingsgrunni með viðeigandi hætti. Með slíku samstarfi er einnig unnt að greina áhættuþætti sem leiða til útigangs og finna leiðir til að sporna gegn því. Auk þess er hægt að veita þá grundvallarþjónustu sem öllum er nauðsynleg.Til að byggja upp heilbrigðis- og félagsþjónustu við utangarðsfólk er brýnt að gera rannsóknir á heilsufari og félagslegri stöðu þeirra einstaklinga sem eru utangarðs. Þannig fæst yfirsýn yfir aðstæður þeirra, þekking eykst og þverfagleg þjónusta við áhættuhópa verður markvissari. Reglubundin fagþjónustaNauðsynlegt er að efla ráðgjöf og stuðning við einstaklinga sem eru utangarðs. Með stöðugri, reglubundinni og markvissri félagslegri ráðgjöf og heilbrigðisþjónustu eru meiri líkur á að viðunandi lausn á vanda einstaklinga finnist og lífskjör þeirra batni. Nú strax í vetur verða ráðin hjúkrunarfræðingur og félagsráðgjafi sem munu sinna þjónustu við heimilislausa. Jafnramt er mikilvægt að einstaklingar hafi heimilislækni eins og aðrir borgarbúar sem hafi á að skipa grunnupplýsingum um heilsufar þeirra. Tímabundin úrræðiÞau tímabundnu gistiúrræði sem utangarðsfólki standa nú til boða eru Gistiskýlið fyrir heimilislausa karlmenn sem er með rúm fyrir 20 einstaklinga og Konukot sem er með rúm fyrir 8-10 konur. Síðastliðinn vetur þurfti því miður ítrekað að vísa fólki frá þessum skýlum. Það er óviðunandi og því hefur rýmum verið fjölgað í Gistiskýlinu. Í samræmi við hina nýju stefnumótun verður áfram leitast við að tryggja gistingu í gistiskýlum fyrir þá sem það þurfa. Jafnframt verður unnið að því að tryggja aðgengi að grunnhreinlætisaðstöðu s.s. sturtu og þvottaaðstöðu sem og aðstöðu til dagdvalar. Dagdvöl er mikilvægur þáttur í hugsanlegri endurhæfingu, en með slíkri þjónustu væri t.d. hægt að bæta aðgengi að hjúkrunarfræðingi og félagsráðgjafa.Það er þannig markmið okkar að bjóða upp á fleiri og betri tímabundin úrræði. Á árinu 2009 vonumst við til að vera búin að koma því þannig fyrir að enginn gisti í fangaklefa lögreglu sökum húsnæðisleysis og að skammtíma gistiskýli uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til úrræða af þessu tagi Langtíma úrræðiReykjavíkurborg rekur nú þegar langtíma húsnæðisúrræði fyrir utangarðsmenn á tveimur stöðum í borginni. Því til viðbótar styður borgin fjölda áfangaheimila í Reykjavík og rekur áfangaheimili fyrir þá sem eiga að baki langa sögu um áfengis- og/eða fíkniefnavanda, hafa farið í meðferð en þurfa mikinn stuðning til að aðlagast samfélagi á nýjan leik. Við uppbyggingu úrræða er mikilvægt að taka tillit til ólíkra þarfa utangarðsfólks og því ætlum við að opna sérstakt langtíma húsnæðisúrræði fyrir utangarðskonur. Jafnframt verða á næstu vikum opnuð langtíma húsnæðisúrræði sem nýst geta hjónum/sambúðarfólki jafnt sem einstaklingum.Með því að bjóða upp á ólík úrræði vonumst við til að koma betur til móts við þarfir ólíkra einstaklinga sem þannig eiga meiri möguleika á að bæta lífskjör sín og aðlagast samfélaginu á nýjan leik.Þessi nýja stefna í málefnum utangarðsfólks markar tímamót. Á næstu árum verður unnið markvisst að því að ráðast að rótum vandans í því augnamiði að koma í veg fyrir að einstaklingar verði utangarðs. Jafnframt viljum við tryggja þeim sem þegar hafa misst fótanna og eru utangarðs leið til betra lífs og bættra lífskjara með nauðsynlegum stuðningi og heimilum sem geta mætt þeim þar sem þeir eru hverju sinni. Höfundur er borgarfulltrúi.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar