Stefna og aðgerðaáætlun í málefnum utangarðsfólks Jórunn Frímannsdóttir skrifar 11. september 2008 04:45 Reykjavíkurborg er borg þar sem allir íbúar geta átt sér samastað. Líka þeir sem í daglegu tali eru nefndir utangarðsfólk. Í velferðarsamfélagi nútímans er þess jafnframt krafist að reynt sé að koma í veg fyrir að fólk verði utan garðs, en því miður virðist sem þeim fari fjölgandi sem lent geta í þeim hópi. Markmið með nýrri stefnumótun í málefnum utangarðsfólks er að leitast við að koma í veg fyrir útigang og tryggja öllum viðunandi húsaskjól. Velferðarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gær metnaðarfulla stefnu í málefnum utangarðsfólks af báðum kynjum. Stefnan er fyrsta stefna sinnar tegundar og skýrir hvernig Reykjavíkurborg ætlar að vinna að málefnum utangarðsfólks í Reykjavík til ársins 2012. Inn í hlýjunaVið viljum koma í veg fyrir að fólk verði utangarðs, tryggja viðeigandi stuðning við áhættuhópa og framboð á viðeigandi úrræðum fyrir þá sem eiga á hættu að verða utangarðs. Með þessu viljum við auka lífsgæði utangarðsfólks og koma því inn í hlýjuna. Stefnan nær til þeirra sem skilgreindir eru sem utangarðsfólk og þeirra sem eru að koma úr tímabundnu úrræði svo sem fangelsi, sjúkrahúsi eða vímuefnameðferð og eiga ekki öruggt húsaskjól. Megináhersla í stefnunni er á aukið samstarf, fjölgun langtímaúrræða og bætta yfirsýn.Það er alltaf miður þegar fólk á ekki í hús að venda en ekki er um að ræða eina meginorsök á vanda utangarðsfólks. Þó er ljóst að flestir sem eru utangarðs búa við alvarlegan heilsubrest og er ofneysla áfengis og vímuefna almenn. Geðrænir erfiðleikar eru ýmist orsök eða afleiðing neyslu og útigangs og má leiða að því líkur að verulegur hluti utangarðsfólks búi við geðræna erfiðleika. Utangarðsfólk eru ólíkir einstaklingar sem eiga við margháttaða félags- og heilbrigðisvanda að stríða, eru félagslega einangraðir og eiga oft að baki fangelsisvistir, sjúkrahúsdvalir og aðra félagslega erfiðleika. Því eru forvarnir og samstarf milli ólíkra kerfa s.s. lögreglu, félagsmálayfirvalda, heilbrigðisyfirvalda og félagasamtaka grundvallaratriði. Samstarf og forvarnirVið ætlum að efla samstarf á milli Velferðarsviðs, félags- og tryggingamálaráðuneytis, Landspítala, Fangelsismálastofnunar, Lögreglu höfuðborgarsvæðisins og Heilsugæslu. Einnig tryggja samstarf við félagasamtök svo sem SÁÁ, Samhjálp, Geðhjálp, Hjálpræðisherinn og Hugarafl eftir því sem við á hverju sinni. Slíkt samstarf er nauðsynlegt til að bæta yfirsýn þannig að unnt sé að bregðast við á einstaklingsgrunni með viðeigandi hætti. Með slíku samstarfi er einnig unnt að greina áhættuþætti sem leiða til útigangs og finna leiðir til að sporna gegn því. Auk þess er hægt að veita þá grundvallarþjónustu sem öllum er nauðsynleg.Til að byggja upp heilbrigðis- og félagsþjónustu við utangarðsfólk er brýnt að gera rannsóknir á heilsufari og félagslegri stöðu þeirra einstaklinga sem eru utangarðs. Þannig fæst yfirsýn yfir aðstæður þeirra, þekking eykst og þverfagleg þjónusta við áhættuhópa verður markvissari. Reglubundin fagþjónustaNauðsynlegt er að efla ráðgjöf og stuðning við einstaklinga sem eru utangarðs. Með stöðugri, reglubundinni og markvissri félagslegri ráðgjöf og heilbrigðisþjónustu eru meiri líkur á að viðunandi lausn á vanda einstaklinga finnist og lífskjör þeirra batni. Nú strax í vetur verða ráðin hjúkrunarfræðingur og félagsráðgjafi sem munu sinna þjónustu við heimilislausa. Jafnramt er mikilvægt að einstaklingar hafi heimilislækni eins og aðrir borgarbúar sem hafi á að skipa grunnupplýsingum um heilsufar þeirra. Tímabundin úrræðiÞau tímabundnu gistiúrræði sem utangarðsfólki standa nú til boða eru Gistiskýlið fyrir heimilislausa karlmenn sem er með rúm fyrir 20 einstaklinga og Konukot sem er með rúm fyrir 8-10 konur. Síðastliðinn vetur þurfti því miður ítrekað að vísa fólki frá þessum skýlum. Það er óviðunandi og því hefur rýmum verið fjölgað í Gistiskýlinu. Í samræmi við hina nýju stefnumótun verður áfram leitast við að tryggja gistingu í gistiskýlum fyrir þá sem það þurfa. Jafnframt verður unnið að því að tryggja aðgengi að grunnhreinlætisaðstöðu s.s. sturtu og þvottaaðstöðu sem og aðstöðu til dagdvalar. Dagdvöl er mikilvægur þáttur í hugsanlegri endurhæfingu, en með slíkri þjónustu væri t.d. hægt að bæta aðgengi að hjúkrunarfræðingi og félagsráðgjafa.Það er þannig markmið okkar að bjóða upp á fleiri og betri tímabundin úrræði. Á árinu 2009 vonumst við til að vera búin að koma því þannig fyrir að enginn gisti í fangaklefa lögreglu sökum húsnæðisleysis og að skammtíma gistiskýli uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til úrræða af þessu tagi Langtíma úrræðiReykjavíkurborg rekur nú þegar langtíma húsnæðisúrræði fyrir utangarðsmenn á tveimur stöðum í borginni. Því til viðbótar styður borgin fjölda áfangaheimila í Reykjavík og rekur áfangaheimili fyrir þá sem eiga að baki langa sögu um áfengis- og/eða fíkniefnavanda, hafa farið í meðferð en þurfa mikinn stuðning til að aðlagast samfélagi á nýjan leik. Við uppbyggingu úrræða er mikilvægt að taka tillit til ólíkra þarfa utangarðsfólks og því ætlum við að opna sérstakt langtíma húsnæðisúrræði fyrir utangarðskonur. Jafnframt verða á næstu vikum opnuð langtíma húsnæðisúrræði sem nýst geta hjónum/sambúðarfólki jafnt sem einstaklingum.Með því að bjóða upp á ólík úrræði vonumst við til að koma betur til móts við þarfir ólíkra einstaklinga sem þannig eiga meiri möguleika á að bæta lífskjör sín og aðlagast samfélaginu á nýjan leik.Þessi nýja stefna í málefnum utangarðsfólks markar tímamót. Á næstu árum verður unnið markvisst að því að ráðast að rótum vandans í því augnamiði að koma í veg fyrir að einstaklingar verði utangarðs. Jafnframt viljum við tryggja þeim sem þegar hafa misst fótanna og eru utangarðs leið til betra lífs og bættra lífskjara með nauðsynlegum stuðningi og heimilum sem geta mætt þeim þar sem þeir eru hverju sinni. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg er borg þar sem allir íbúar geta átt sér samastað. Líka þeir sem í daglegu tali eru nefndir utangarðsfólk. Í velferðarsamfélagi nútímans er þess jafnframt krafist að reynt sé að koma í veg fyrir að fólk verði utan garðs, en því miður virðist sem þeim fari fjölgandi sem lent geta í þeim hópi. Markmið með nýrri stefnumótun í málefnum utangarðsfólks er að leitast við að koma í veg fyrir útigang og tryggja öllum viðunandi húsaskjól. Velferðarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gær metnaðarfulla stefnu í málefnum utangarðsfólks af báðum kynjum. Stefnan er fyrsta stefna sinnar tegundar og skýrir hvernig Reykjavíkurborg ætlar að vinna að málefnum utangarðsfólks í Reykjavík til ársins 2012. Inn í hlýjunaVið viljum koma í veg fyrir að fólk verði utangarðs, tryggja viðeigandi stuðning við áhættuhópa og framboð á viðeigandi úrræðum fyrir þá sem eiga á hættu að verða utangarðs. Með þessu viljum við auka lífsgæði utangarðsfólks og koma því inn í hlýjuna. Stefnan nær til þeirra sem skilgreindir eru sem utangarðsfólk og þeirra sem eru að koma úr tímabundnu úrræði svo sem fangelsi, sjúkrahúsi eða vímuefnameðferð og eiga ekki öruggt húsaskjól. Megináhersla í stefnunni er á aukið samstarf, fjölgun langtímaúrræða og bætta yfirsýn.Það er alltaf miður þegar fólk á ekki í hús að venda en ekki er um að ræða eina meginorsök á vanda utangarðsfólks. Þó er ljóst að flestir sem eru utangarðs búa við alvarlegan heilsubrest og er ofneysla áfengis og vímuefna almenn. Geðrænir erfiðleikar eru ýmist orsök eða afleiðing neyslu og útigangs og má leiða að því líkur að verulegur hluti utangarðsfólks búi við geðræna erfiðleika. Utangarðsfólk eru ólíkir einstaklingar sem eiga við margháttaða félags- og heilbrigðisvanda að stríða, eru félagslega einangraðir og eiga oft að baki fangelsisvistir, sjúkrahúsdvalir og aðra félagslega erfiðleika. Því eru forvarnir og samstarf milli ólíkra kerfa s.s. lögreglu, félagsmálayfirvalda, heilbrigðisyfirvalda og félagasamtaka grundvallaratriði. Samstarf og forvarnirVið ætlum að efla samstarf á milli Velferðarsviðs, félags- og tryggingamálaráðuneytis, Landspítala, Fangelsismálastofnunar, Lögreglu höfuðborgarsvæðisins og Heilsugæslu. Einnig tryggja samstarf við félagasamtök svo sem SÁÁ, Samhjálp, Geðhjálp, Hjálpræðisherinn og Hugarafl eftir því sem við á hverju sinni. Slíkt samstarf er nauðsynlegt til að bæta yfirsýn þannig að unnt sé að bregðast við á einstaklingsgrunni með viðeigandi hætti. Með slíku samstarfi er einnig unnt að greina áhættuþætti sem leiða til útigangs og finna leiðir til að sporna gegn því. Auk þess er hægt að veita þá grundvallarþjónustu sem öllum er nauðsynleg.Til að byggja upp heilbrigðis- og félagsþjónustu við utangarðsfólk er brýnt að gera rannsóknir á heilsufari og félagslegri stöðu þeirra einstaklinga sem eru utangarðs. Þannig fæst yfirsýn yfir aðstæður þeirra, þekking eykst og þverfagleg þjónusta við áhættuhópa verður markvissari. Reglubundin fagþjónustaNauðsynlegt er að efla ráðgjöf og stuðning við einstaklinga sem eru utangarðs. Með stöðugri, reglubundinni og markvissri félagslegri ráðgjöf og heilbrigðisþjónustu eru meiri líkur á að viðunandi lausn á vanda einstaklinga finnist og lífskjör þeirra batni. Nú strax í vetur verða ráðin hjúkrunarfræðingur og félagsráðgjafi sem munu sinna þjónustu við heimilislausa. Jafnramt er mikilvægt að einstaklingar hafi heimilislækni eins og aðrir borgarbúar sem hafi á að skipa grunnupplýsingum um heilsufar þeirra. Tímabundin úrræðiÞau tímabundnu gistiúrræði sem utangarðsfólki standa nú til boða eru Gistiskýlið fyrir heimilislausa karlmenn sem er með rúm fyrir 20 einstaklinga og Konukot sem er með rúm fyrir 8-10 konur. Síðastliðinn vetur þurfti því miður ítrekað að vísa fólki frá þessum skýlum. Það er óviðunandi og því hefur rýmum verið fjölgað í Gistiskýlinu. Í samræmi við hina nýju stefnumótun verður áfram leitast við að tryggja gistingu í gistiskýlum fyrir þá sem það þurfa. Jafnframt verður unnið að því að tryggja aðgengi að grunnhreinlætisaðstöðu s.s. sturtu og þvottaaðstöðu sem og aðstöðu til dagdvalar. Dagdvöl er mikilvægur þáttur í hugsanlegri endurhæfingu, en með slíkri þjónustu væri t.d. hægt að bæta aðgengi að hjúkrunarfræðingi og félagsráðgjafa.Það er þannig markmið okkar að bjóða upp á fleiri og betri tímabundin úrræði. Á árinu 2009 vonumst við til að vera búin að koma því þannig fyrir að enginn gisti í fangaklefa lögreglu sökum húsnæðisleysis og að skammtíma gistiskýli uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til úrræða af þessu tagi Langtíma úrræðiReykjavíkurborg rekur nú þegar langtíma húsnæðisúrræði fyrir utangarðsmenn á tveimur stöðum í borginni. Því til viðbótar styður borgin fjölda áfangaheimila í Reykjavík og rekur áfangaheimili fyrir þá sem eiga að baki langa sögu um áfengis- og/eða fíkniefnavanda, hafa farið í meðferð en þurfa mikinn stuðning til að aðlagast samfélagi á nýjan leik. Við uppbyggingu úrræða er mikilvægt að taka tillit til ólíkra þarfa utangarðsfólks og því ætlum við að opna sérstakt langtíma húsnæðisúrræði fyrir utangarðskonur. Jafnframt verða á næstu vikum opnuð langtíma húsnæðisúrræði sem nýst geta hjónum/sambúðarfólki jafnt sem einstaklingum.Með því að bjóða upp á ólík úrræði vonumst við til að koma betur til móts við þarfir ólíkra einstaklinga sem þannig eiga meiri möguleika á að bæta lífskjör sín og aðlagast samfélaginu á nýjan leik.Þessi nýja stefna í málefnum utangarðsfólks markar tímamót. Á næstu árum verður unnið markvisst að því að ráðast að rótum vandans í því augnamiði að koma í veg fyrir að einstaklingar verði utangarðs. Jafnframt viljum við tryggja þeim sem þegar hafa misst fótanna og eru utangarðs leið til betra lífs og bættra lífskjara með nauðsynlegum stuðningi og heimilum sem geta mætt þeim þar sem þeir eru hverju sinni. Höfundur er borgarfulltrúi.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar