Viðskipti erlent

Hlutabréf í japönskum bönkum hrapa vegna Lehman

Hlutabréf í japönkum bönkum hafa hrapað á markaðinum í Tokyó í morgun, í sumum tilvikum allt að 20%. Ástæðan er að margir japanskir bankar voru meðal stærstu lánadrottna Lehman Brothers.

Sá banki sem tapar mestu er Aozora Bank en hann átti inni um 40.000 milljarða kr. hjá Lehman Brothers er Lehman varð gjaldþrota. Næstur kemur Mizuho Bank sem átti tæplega 25.000 milljarða kr. útistandandi.

Þetta kemur fram í gögnum sem Lehman afhenti bandaríska fjármálaeftirlitinu við gjaldþrotið. Aozora neitar þessu og segist aðeins hafa átt tæpa 2 milljarða kr. hjá Lehman. Mizuho neitar að tjá sig um málið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×