Viðskipti innlent

Viðar nýr forstjóri Landic

Viðar Þorkelsson.
Viðar Þorkelsson.

Viðar Þorkelsson hefur verið ráðinn forstjóri fasteignafélagsins Landic Property í stað Skarphéðins Berg Steinarssonar og tekur strax til starfa.

Viðar var á áður framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Stoðum, sem áður hét FL Group, og þar á undan framkvæmdastjóri fjármála- og tæknisviðs 365. Viðar segir í tilkynningu frá Landic ánægjulegt sé að fá tækifæri að taka við stjórn Landic Property, „sem er stórt félag með vandað eignasafn og öflugan hóp starfsmanna. Þetta er í senn spennandi og krefjandi verkefni."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×