Viðskipti innlent

Exista hefur tryggt sér rúmlega 99% hlut í Skiptum

Yfirtökutilboðið Exista til hluthafa Skipta var samþykkt af hluthöfum sem áttu alls 4.225.224.096 hluti í Skiptum eða sem nemur 56,32% hlutafjár í félaginu. Exista hefur því tryggt sér 99,22% hlutafjár í Skiptum og mun fara með samsvarandi atkvæðisrétt í félaginu þegar uppgjör á yfirtökutilboðinu hefur farið fram.

Fyrir tilboðið fór Exista með 43,68% hlutafjár í Skiptum í gegnum dótturfélög sín, Exista B.V., Vátryggingafélag Íslands hf. og Líftryggingafélag Íslands hf., eða 42,90% þegar tekið hefur verið tillit til hlutafjárhækkunar Skipta 31. mars sl. vegna frágangs á kaupum félagsins á Sensa ehf. og Anza hf.

Í tilkynningu um málið segir að hluthafar Skipta sem samþykktu tilboðið munu fá kaupverðið greitt eigi síðar en 2. júní 2008 í samræmi við skilmála tilboðsins. Exista mun óska eftir samþykki stjórnar Skipta við því að aðrir hluthafar Skipta sæti innlausn á hlutum sínum í félaginu eins skjótt og auðið er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×