Hugleiða að taka Alfesca af markaði Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 19. nóvember 2008 00:01 Ólafur ásamt stjórnendum Alfesca. Stjórnarformaður Alfesca segir stjórnendur velta framtíð félagsins fyrir sér. Afskráning komi til greina. Mynd/GVA „Við höfum sýnt ákveðna biðlund. En framtíð Alfesca er óljós og við munum skoða marga kosti til að bæta hag hluthafa,“ segir Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Alfesca. Ólafur er jafnframt stjórnarformaður Samskipa. Hann segir ganginn yfirleitt góðan en krefjandi fyrir þau fyrirtæki sem hann stjórni og snúa að alþjóðlegum mörkuðum. Ágætlega gangi þrátt fyrir þrengingar í Bretlandi en erfiðleikar í Eystrasaltsríkjunum og í Rússlandi hafi komið niður á Samskipum. Gangurinn sé þó góður enda hagi menn seglum eftir vindi. Alfesca sóttist eftir evruskráningu hlutabréfa á síðasta ári. Tafir urðu á skráningunni eins og áður var frá greint þegar Seðlabankinn gerði athugasemd við hana og frestaðist skráningin. Síðustu áætlanir Kauphallarinnar og Verðbréfaskráningar miðuðu við að Seðlabanki Finnlands tæki uppgjörið að sér til framtíðar. Við fall bankanna þriggja breyttust forsendur gagnvart Finnlandsbanka en Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, sagði í samtali við Markaðinn fyrir hálfum mánuði að semja verði við annan banka um evruuppgjör og verkferla því tengdu. Ólafur segir hrun bankanna og dýfu krónunnar hafa sömuleiðis snert mjög við hluthafa Alfesca. Mestu skipti um fall krónu, ekki síst gagnvart evru. „Ég held að það hefði bætt stöðu hluthafa verulega ef við hefðum skráð hlutaféð í evrur,“ segir Ólafur. „Við höfum verið mjög þolinmóðir og sýnt ástandinu skilning. Aðstæður í dag eru hins vegar slíkar að við þurfum að endurskoða stöðuna.“ Hann segir hugsanlegt að halda ýmist félaginu á markaði eða afskrá það. Í framhaldinu mætti skoða skráningu í öðru landi, svo sem í Sviss eða Frakklandi. Að minnsta kosti tvö fyrirtæki sem skráð eru í Kauphöllina hafa íhugað slíkt upp á síðkastið, samkvæmt heimildum Markaðarins. Tvíhliða skráning kæmi ekki til greina. Hann segir erlenda hluthafa hafa horft til evruskráningar lengi. Einn þeirra var sheikh Mohamed Bin Khalifa Al-Thani, bróðir emírsins af Katar, sem stefndi á að kaupa 12,6 prósent hlutafjár í Alfesca. Al-Thani keypti raunar rétt rúman fimm prósenta hlut í Kaupþingi fyrir 25,5 milljarða króna hálfum mánuði áður en ríkið tók bankann yfir. Við það gufaði upphæðin upp en viku síðar hætti hann við kaup í Alfesca. Sjálfur sá Ólafur á eftir háum fjárhæðum við fall Kaupþings en hann var næststærsti hluthafi bankans, skráður fyrir tæpum 9,9 prósenta hlut þegar ríkið tók bankann yfir. Markaðsverðmæti hlutarins þá nam 47,8 milljörðum króna á síðasta degi en er nú einskis virði. Þrátt fyrir það tekur hann ekki þátt í að skoða hvort höfðað verði mál á hendur breskum yfirvöldum vegna falls Kaupþings ásamt Existu, sem var stærsti hluthafi bankans. „Við fylgjumst bara með því þar til ákveðið verður hvort farið verði í mál,“ segir hann. Markaðir Viðskipti Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Sjá meira
„Við höfum sýnt ákveðna biðlund. En framtíð Alfesca er óljós og við munum skoða marga kosti til að bæta hag hluthafa,“ segir Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Alfesca. Ólafur er jafnframt stjórnarformaður Samskipa. Hann segir ganginn yfirleitt góðan en krefjandi fyrir þau fyrirtæki sem hann stjórni og snúa að alþjóðlegum mörkuðum. Ágætlega gangi þrátt fyrir þrengingar í Bretlandi en erfiðleikar í Eystrasaltsríkjunum og í Rússlandi hafi komið niður á Samskipum. Gangurinn sé þó góður enda hagi menn seglum eftir vindi. Alfesca sóttist eftir evruskráningu hlutabréfa á síðasta ári. Tafir urðu á skráningunni eins og áður var frá greint þegar Seðlabankinn gerði athugasemd við hana og frestaðist skráningin. Síðustu áætlanir Kauphallarinnar og Verðbréfaskráningar miðuðu við að Seðlabanki Finnlands tæki uppgjörið að sér til framtíðar. Við fall bankanna þriggja breyttust forsendur gagnvart Finnlandsbanka en Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, sagði í samtali við Markaðinn fyrir hálfum mánuði að semja verði við annan banka um evruuppgjör og verkferla því tengdu. Ólafur segir hrun bankanna og dýfu krónunnar hafa sömuleiðis snert mjög við hluthafa Alfesca. Mestu skipti um fall krónu, ekki síst gagnvart evru. „Ég held að það hefði bætt stöðu hluthafa verulega ef við hefðum skráð hlutaféð í evrur,“ segir Ólafur. „Við höfum verið mjög þolinmóðir og sýnt ástandinu skilning. Aðstæður í dag eru hins vegar slíkar að við þurfum að endurskoða stöðuna.“ Hann segir hugsanlegt að halda ýmist félaginu á markaði eða afskrá það. Í framhaldinu mætti skoða skráningu í öðru landi, svo sem í Sviss eða Frakklandi. Að minnsta kosti tvö fyrirtæki sem skráð eru í Kauphöllina hafa íhugað slíkt upp á síðkastið, samkvæmt heimildum Markaðarins. Tvíhliða skráning kæmi ekki til greina. Hann segir erlenda hluthafa hafa horft til evruskráningar lengi. Einn þeirra var sheikh Mohamed Bin Khalifa Al-Thani, bróðir emírsins af Katar, sem stefndi á að kaupa 12,6 prósent hlutafjár í Alfesca. Al-Thani keypti raunar rétt rúman fimm prósenta hlut í Kaupþingi fyrir 25,5 milljarða króna hálfum mánuði áður en ríkið tók bankann yfir. Við það gufaði upphæðin upp en viku síðar hætti hann við kaup í Alfesca. Sjálfur sá Ólafur á eftir háum fjárhæðum við fall Kaupþings en hann var næststærsti hluthafi bankans, skráður fyrir tæpum 9,9 prósenta hlut þegar ríkið tók bankann yfir. Markaðsverðmæti hlutarins þá nam 47,8 milljörðum króna á síðasta degi en er nú einskis virði. Þrátt fyrir það tekur hann ekki þátt í að skoða hvort höfðað verði mál á hendur breskum yfirvöldum vegna falls Kaupþings ásamt Existu, sem var stærsti hluthafi bankans. „Við fylgjumst bara með því þar til ákveðið verður hvort farið verði í mál,“ segir hann.
Markaðir Viðskipti Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Sjá meira